Brátt Kemur Aftur Poem by Peter S. Quinn

Brátt Kemur Aftur



brátt kemur aftur yndisleg tíð
árvökul vornóttin ástsæl og blíð
allt það besta blómunum af
sem blundaði á meðan vortíðin svaf
eins er með men þeir sofa enn vært
þangað til aftur vaknar allt kært

núna er vetur og vetrar hríð
vex snjór í spori vaxandi gríð
brakar enn og brestur í gönguslóð
brjótast fram frostrósir frýs í æðum blóð
allt er kalt og kulið hér enn
kannski kemur þó vortíðin senn

svona er allt á ísa landi
örsmátt fræið vex í klakabandi
uns vorið hefur betur og braggast
sem blundar í jörðu er vetur vil ei haggast
þar litirnir tæru tímgast á ný
tunglið bjart hverfur sumardaga í

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success