Það Yrkist Lítið Ljóð Á Örk Poem by Peter S. Quinn

Það Yrkist Lítið Ljóð Á Örk



Það yrkist lítið ljóð á örk,
um lífsins von og hilling.
Að stundum verði vonin björk,
sem veiti lífsins fylling.

Ef stendur rótum sterkum á,
stoðin hreina háa;
þótt feykist tréið til og frá,
trónar það himininn bláa.

Og allt þar undir skjólið fær, -
eilítið frækorn sem sefur;
sem síðar uppúr afdrep grær,
og öðrum vonirnar gefur.

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success