Það Logar (It Flames) Poem by Peter S. Quinn

Það Logar (It Flames)



Ljóð kemur og fer
eins og það vill
eitt sér ásfangið fólk
við fallið lauf trjánna
sem situr á garðbekk
annað sér ógnþrungið ský
sem ber með sér stríð
sorg og dauða

ég græt ekki sorgina
sem gengur með mér
þvert og endilangt um borgina
hún allstaðar er

ég græt ekki eymd
í augum snauðra
sorg sem er löngu gleymd
í líkömum dauðra

ljóðið kemur og fer
er eins og vindur
í hárinu á þér
himininn rauður stirndur

þar sem logi þinn brann
þar ég ástina fann
inni' í sál minni ég einmana er
þar sem hvítur sandur er undir fótum
þar skaut ég ungum rótum
í mold, sem að lokum allt fer

ljóð mitt er í skýjum
ljóð mitt er í gárum vatnsins
í regn boga við endurnýjun
tærum dropum
ljóð mitt er í vindi hlýjum
sem fýkur frá hafi
og sólu sem til viðar fellur
og fugli sem gellur
að nótt sé í nánd
það logar ljóð í blóðheitum hjörtum
það logar í deginum björtum
og skuggunum svörtum
það logar, það logar, ljóð um nótt


(The Crew)

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success