Nú Vaknar Vorið Aftur Enn Poem by Peter S. Quinn

Nú Vaknar Vorið Aftur Enn



Nú vaknar vorið aftur enn
og vitjar mín í ljóði.
Það kemur, braggast bráðum senn,
bjart af dirfsku móði.

Og fuglar syngja fallegt lag
um sumartíðir ljúfar,
sem vakna eftir vetrar dag
og veður stundir hrjúfar.

Og vorsins mold hún dafnar vel
og vekur líf af mildi,
eftir vetrar hríðar él
sem áttu marga hildi.


(The Crew)

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success