Og Ég Féll (And I Fell) Poem by Peter S. Quinn

Og Ég Féll (And I Fell)



og ég féll og ég féll og ég féll
er orusta var haldin í þessum heim
á orustuvelli drifnum blóði
við blóm eitt sem kallast mér ei gleym
en kem aftur fram í þessu ljóði

og ég féll og ég féll og ég féll
ég var aðeins einn af mörgum þeim
sem dóu er hörmung yfir oss flóði
því við búum í heimum tveim
alsnægtum og svo drifnum saklausu blóði

og ég féll og ég féll og ég féll
hver þekkir þau andlit sem eru á sveim
yfir dauðans gröfum í hljóði
þið gleymið aðeins aftur þeim
og enn á ný fyllist stríðs eldmóði

og ég féll og ég féll og ég féll
saklausa áfram í gröf núna teym
því mikilvægur er stríðsherrans gróði
er við komum aftur í líkpokum heim
á heiðurmerki valmennisins glóði

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success