Nóttin Dimma Rauð Svört Poem by Peter S. Quinn

Nóttin Dimma Rauð Svört



Nóttin dimma rauð svört
á torginu valta skuggar
inn á öngstræti
óravegu frá lífinu
ódreymandi
óravegu frá breiðstrætum.

Þú og þeir eru fjarrænir nú
langt frá bylgjóttum draumum
allavega litum
sem ekki er frásagnarvert
sem um höfuð líða
uns draumar fölna.

Nóttin skuggsæla kyrra
með vaðandi tungl í skýjum
bylgjandi tálmyndir
úr höfðum ókunnar rakar
líður um andartakið
örstutta eilífð.

Dagurinn opnar dyr
inn í hellandi geisla
sem eru enn grunsamlega nærri
kyrrlátu rökkrinu sem enn varir
þótt draumurinn affjaðrist
vængjum sínum fleygum.

Aftur um stund.

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success