Bí Bí Og Blaka Poem by Peter S. Quinn

Bí Bí Og Blaka



Bí bí og blaka
björt er hér stund
hljómar heimsins taka
huga þinn og lund
veðrin blíðu vaka
vor fer á þinn fund

grösin nú grænkast
grundunum á
allt í veröld vænkast
vonandi þá
lífið hefur læknast
leiðindum frá

nýt ég lífsins nú
nægar gleði tíðir
hamingjan og hjú
huga sérhvern prýðir
dásemdin er drjúg
djúp í huga stríðir:

á ég slíkt inni
elsku jörðin blíða
einn af kynslóðinni
sem óðust vildi stríða
þjáning á mold þinni
þögull lét ég líða

bí bí og blaka
bæn er á þann veg:
látum til oss taka
tökum á þú og ég
hættum þig að þjaka
þessi jörð er falleg


(The Crew)

COMMENTS OF THE POEM
READ THIS POEM IN OTHER LANGUAGES
Close
Error Success